mánudagur, mars 18, 2002

Velkomin Elín!!!! *knús* ég skal senda þér bara nokkrar vel valdar myndir af netinu. En til hvers þarftu þær annars???
Náttúrulega Hæ til allra hina sem eru að lesa þetta.


The world is coming to an end!!!!! Ef ég Hrebbna fer tvo daga í röð á Astró er eitthvað feitt að. Ímyndið ykkur algera brenglun. Twilight zone jafnvel. Ok ég veit hvað þetta er ég hef lent í einhverri annarri vídd og þar sem ég neyðist eða fer að sækja staði sem ég myndi venjulega ekki koma nálægt. Nú skal ég segja ykkur ástæður fyrir þessari brenglun.

Föstudagur:
Saumaklúbbur með stelpunum úr grunnskóla. Við hittumst allar á Galileó og borðum saman. mmmmm ekkert smá gott. Erum þar í góðu tjilli og tjatti. Komst loksins að því hver skrifaði nafnið mitt við myndirnar á helgin.is. Já allavega kærasti Tinnu sér um helgin.is eða eitthvað soleiðis og hún fékk einhverja boðsmiða í partý á Astró. Við fórum þangað því það átti að vera þvílíkt djamm á mannskapnum og það var frítt áfengi þar. Hey þetta var lúðapartý aldarinnar, PLAYSTATION 2 partý. Bara karlmenn þarna inni og svo komum við næstum heill saumaklúbbur...flokkur bara. Jæja einhver pirrandi gaur elti okkur allann tímann sem við vorum þarna inni og tók myndir. Hann settist meira að segja við borðið hjá okkur. Well svo var málið að fara einhvert annað... klukkan var þá hálfeitt eða eitthvað. Við röltum um bæinn en ég og Gyða ákváðum bara að skella okkur á eina vöfflu í vöffluvagninum og svo bara heim í leigubíl. Ég var komin heim af djamminu klukkan eitt! ÉG AF ÖLLUM MANNESKJUM.

Laugardagur:
ÉG vaknaði hress og kát engir timburmenn í heimsókn...eins og sumir muna máttu þeir ekki lengur koma í heimsókn...ekki velkomnir. Legið í leti allann daginn ekkert smá ljúft. Matarboð að vanda hjá settinu um kvöldið. Ég ætlaði bara hafa rólegt kvöld kannski í mesta lagi kíkja á kaffihús með Þórunni. Herra og Frú Kristín voru á leiðinni í eitthvað afmæli hjá vinum hans. Múslan var ekkert smá stressuð. Jæja til að minnka stressið hjá Frú Kristínu fengum ég og þórunn að fara með. Við mætum á Astró baaara eitthvað hallærislegt FM-lið kissing each others asses. Við stúlkurnar fundum herbergi með borði og sætum. Plöntuðum okkur þar og vorum þar þangað til við fórum. Mér leið eins og illa gerður hlutur þarna inni. Edrúmennskan alveg að gera út af við mig ennþá meiri minnimáttarkennd. Gellurnar þarna voru meira að segja með fleiri en einn djamm galla þær gátu náttúrulega ekki látið sjá sig í sömu fötunum tvisvar á síðum séð&heyrt jafnvel þótt væri að taka myndir af einu kvöldi!!!
Ég var að þessu sinni komin heim rúmlega eitt.

Sunnudagur:
Vakna mjög hress.....ljúft að vera ekki þunn! Horfi á endursýninguna á formúlunni. Síðan fer ég í fermingarveislu svo í heimsókn til ömmu. Síðan á háskólakynninguna. Vá mig langar að læra ALLT mér fannst bókasafnsfræði meira að segja spennandi kostur. Ég held málið sé að mig langi bara aftur í skóla ekkert gaman að vera að vinna. En öll fögin þarna heilluðu mig. Ég verð að fara að drífa mig á einhverskonar námskeið bara til að viðhalda geðheilsu minni. Mig langar mest að fara á tölvulúðanámskeið en þau eru yfirleitt svoldið dýr. Sella og ég enduðum á kaffihúsi til að skoða alla þessa bæklinga sem við fengum. Fáranlega við þetta ég fór náttúrulega í fermingarveislu áður og var kannski of fín til að fara uppi í háskóla... einn félagi sagði við mig klæddiru þig upp til að fá afhenta bæklinga? ööööö ég var í fermingarveislu (heyrist veiklulega)
Síðan var bara tjillað um kvöldið horfði á videó með settinu og svo horfði ég á ten things I hate about you....djö er Heath Ledger sætur!!!!

mig dreymdi martröð í nótt. Það var alveg að koma verslunarmannahelgi og það voru allir að fara til Eyja eða til Bahama-eyja nema ég því ég þurfti að vinna eða einhvern andskota. Allavega vaknaði ég hágrátandi!... og svo þar að auki var Kristín alltaf að eyðileggja sígaretturnar mínar. Ekki skemmtilegur draumur.

Vinna núna blogga seinna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home