þriðjudagur, mars 19, 2002

Best að svara bara fólki frá byrjun! Ótrúlega gaman þegar svona margir eru farnir að skrifa reglulega.

HILDUR: Ég bjóst ekki við neinu af Astró nema glimmerpíkur og wannabe Fjölnir lookalikes.
KRISTÍN: þetta var draumur þú þarft ekki að afsaka hvað þú gerir í draumum annarra.
ÞÓRUNN: sammála
EVA: Ok ég horfði á survivor og ég bara skil ekki af hverju ykkur finnst þetta svona skemmtilegur þáttur. Fólk að væla um hitt og þetta.
ELÍN: já það er eitthvað mikið að þessari mynd af mér komin snemma heim af djamminu! Ég er að fara í meðferð hjá tveimur læknum og hjúkrunarfræðingi á Ísafirði um páskana. Þar verð ég látin drekka og læra djamma upp á nýtt. Svona djammþjálfun fyrir sumarið.
SÓLVEIG: Já verum ógeðslega duglegar í vikunni. Förum í kvöld allavega. Sumarbústaðaferð tell me when and where! Ég kem.

Jæja nú er ég að spá í að fara að taka fleiri svona skemmtileg próf sem eru mannskemmandi. Ég er að skrá mig í Toefl prófið og ætla að taka það eftir páska. Það er að vísu eitthvað auðveldara en helvítis SAT prófið.
Ég held að öll þessi próf og umsóknir hafa nú kostað mig eitthvað um 30 til 40 þúsund kall og ég kemst kannski ekki einu sinni inn. Fáranlegt.

1 Comments:

At 8. desember 2012 kl. 09:50, Anonymous Nafnlaus said...

Independent [url=http://www.INVOICEFORFREE.COM]invocing solution[/url] software, inventory software and billing software to create gifted invoices in minute while tracking your customers.

 

Skrifa ummæli

<< Home