Jæja kominn mánudagur (á ný) eftir fleiri hundruð kílómetra ferðalag norður á land. Þar sem mikil eftirvænting ríkir hér á blogginu eftir ferðasögu helgarinnar þá hef ég ákveðið að láta undan forvitni ykkar og skrifa dálítið um ferðina. Þessi ferð var farin af 4 limum (þ.e. undirritaður, Gaui, Gudjó og Kiddi) og einum gest (þ.e. bróðir Gudjó aka Hilli).
Eftirfarandi frásögn er engin lygi né uppblástur. Lesist af meðlimum en vara skal viðkvæma foreldra við veruleikanum.
Fimmtudagur 7. mars. Kvöld.
Hitað upp fyrir ferðina og horft á Evolution og urðum við fyrir varanlegum áhrifum frá þeirri mynd með einkahúmor eins og fram mun koma næstu daga. Farið var seint að sofa.
Föstudagur 8. mars. Kl:8.00.
(Vaknað kl.7. nema Gudjó, hann vaknaði kl 6.30. til að strauja). Kiddi var bílstjórinn og sótti mig og gauja síðast og vorum við varla komnir upp í bíl þegar fyrsti bjórinn var opnaður. Vegna lítils rýmis í Korando jeppum var ákveðið að fara í ríkið á Akureyri. En við höfðum 4 kippur í nesti. Stoppuðum á select fyrir bensíni og þar kom fyrsta gullkorn helgarinnar þegar Gaui var beðinn um að fara út með bjórinn, hann svaraði um hæl að þetta væri ekki bjór heldur pilsner, afgreiðslustúlkan varð kjaftstopp (hver drekkur ekki pilsner kl 9 á föstudagsmorgni???). Þá gátum við loksins lagt af stað úr bænum þegar allir voru búnir að fatta hverju þeir gleymdu. Morgunmatur í Borgarfirði, pissustop þar og öllum sjoppum á leiðinni og meira að segja einu sinni utan vegar. hádegismatur á blönduósi.Þegar komið var í Varmahlíð var bjórinn búinn og pokanum með dósunum hent. Þar týndi Hilli símanum sínum. Þegar komið var á Akureyri um kl 2 þá mundi Hilli, þessi líka feiknamikli snillingur, hvað hann hafði gert við símann sinn. Hann hafði misst hann ofaní pokan með tómu bjórdósunum sem Gudjó hafði hent í Varmahlíð. Hann hringdi þá í Varmahlíð og bað afgreiðslufólkið að fara út í ruslagám og finna símann hans, og viti menn ekki bara fóru þau út heldur fundu líka þau símann hans. Hann var sendur með rútu norður. Það er ótrúlegt hvað sumir gera fyrir viðskiptavinina.
En þröngt geta fullir setið og komumst við til Akureyrar að lokum. Við fundum íbúðina og var hún á besta stað. Mitt á milli Sjallans og kaffi akureyri, frábær staðsetning, enginn leigubílakostnaður. Tókum við lyklunum og fórum svo og náðum í bjórdælu í ölgerðina og svo í ríkið að kaupa 30 lítra bjórkút, 2 captain morgan, 2 southern comfort, baileys, meiri bjór og svo bacardi breezer 2 kippur. Samtals tæp 30.000 kr. Húsráðandinn sá okkur bera inn veigarnar og varð honum mikið um. Dælan var tengd og tveim tímum seinna byrjaði/hélt drykkjan áfram. Nokkrum tímum seinna fundum ég og Gaui fyrir þeirri þörf að kasta snakki uppí Kidda, það getur verið erfitt að hitta ef þú ert með sólgleraugu, fullur og skotmarkið er í tveggja metra fjarlægð. Afleiðingar : ALLT Í SNAKKI!! Um kvöldið/nóttina var svo farið á Kaffi akureyri. Þar sem Hilli er ekki nema 18 ára þá var málið að redda honum inn. Í dyrunum var beðið um skilríki en við sögðum þeim að Atli borgaði og þau skildu ekkert. Kannski var það bara túkkí túkkí og kakkan kakka sem þau skildu ekki en þau gáfust upp og hleyptu okkur inn á þess að kíkja á skilríki okkar, fyrsti sigurinn unninn. Næsta skref, ná yfirráðum á barnum, það var gert og svo fengið sér sæti á góðum stað með yfirsýn yfir pleisið. Mjög góð sæti því á næsta borði við voru tvær stelpur sem buðu undirrituðum að setjast hjá sér og af samtali okkar lærði ég að þær voru bæjarar, það leyndi sér heldur ekki. Hilli vildi endilega fá aðra þeirra til að dansa við sig og ég plöggaði óvart hina stelpuna til að dansa við hann, en þau dönsuðu. Við spjölluðum líka við heimamann um einkahúmor og honum fannst rosalega fyndið þegar hann horfði á mynd um mann með scarttengi í hausnum. Það er sko alvöru einkahúmor því bara honum fannst það fyndið. Þessir Akureyringar eru ekki alveg í lagi. Þegar minnka fór á kaffinu fórum við á dátann. Það er staður sem ég held að þeir geti bara lokað. Það voru 10 manns inni og tveir strákar á dansgólfinu að stíga eitthvað sem líktist stuðmannadansinum. Það markverðasta sem gerðist þar var að einhver strákur vildi faðma Gauja. Djammið búið, farið heim um 5.
Laugardagur 9. mars.
Var skrapað fram úr rúminu um hádegisbil og tekið aðeins til áður en ég og Gaui fórum uppí fjall á snjóbretti. Við fórum aðeins frá skíðasvæðinu til að sjá hvort við gætum staðið á brettinu, við gátum það svo við settum markið hátt. Beint í stólinn. Gaui sakaði mig um morðtilraun og geðveiki fyrir að draga hann þangað upp en við komumst heilir niður þótt það hafi tekið okkur aðeins lengri tíma en flesta aðra. Þegar niður var komið bar hann við þynnku og harðneitaði meiri hamförum svo við fórum heim eftir tvo tíma í fjallinu. Drykkjan hélt því áfram um 5 leytið. Farið var á Ruby tuesday í mat um kvöldið. Ákveðið var að plögga þjónustustúlkuna en svo hætt við það þegar Gudjó fékk matinn sinn, hann pantaði kjúkling en fékk hænuunga. Það þróaðist sérstakt haltu mér/slepptu mér samband milli Gauja og Hilla í ferðinni og á Ruby kom þjónninn að þeim þar sem hilli setti höndina á lærið á Gauja við borðið (í gríni) en það var allt í lagi því honum fannst Gaui líka sætur. :) Eftir mikið encounter og kjaftagang við FB þá varið farið heim í íbúð og drukkið sterkt þar sem bjórinn kláraðist um kl 6. fyrr um daginn.Guðjón og tobba (fíbí) komu í heimsókn því þau voru stödd á Akureyri í hardcore skíðaferð á sama tíma. Þau fóru hins vegar snemma heim og við fórum á bjórkvöld hjá MH á Fosters en fórum svo á Kaffi ak aftur. Miklu meiri fólk og miklu meira stuð hjá okkur. Eftir stutt spjall við Evu var farið á gólfið og þar var dansað til 4. En Gudjó reyndi við stelpu og kom svo í ljós að hún var ekki nema 28 ára svo þannig fór það, ekkert. En besta var þegar Gudjó datt seinna um nóttina, hvort það var um tröppuna niður á dansgólfið eða vegna áfengis vitum við ekki en hins vegar datt hann á vinkonu þessarar sem hann hafði reynt við fyrr um kvöldið og tók hana með sér í fallinu fyrir framan hina. Það var alveg hrikalega fyndið. Ég átti erfitt með að hjálpa honum upp því ég hló svo mikið. Nú gat hann alveg gleymt því að hözzla hana. Sá orðrómur fór af stað að frítt væri inn á sjallann vegna dræmrar mætingar svo við kíktum, hefðum getað sleppt því, það var LEIÐINLEGT á Sjallanum. Vorum þar í eina mínútu og þá gafst ég og Gudjó upp og fórum aftur yfir á Kaffi ak. En á meðan við vorum á Kaffinu þá voru gaui og Kiddi á Sjallanum og þar sáu þeir Einar Ágúst grýttann með bjórflösku í hausinn en á meðan sá ég og Gudjó kýlt í gegnum rúðuna á Kaffinu, og þá settumst við hjá tveim systrum og byrjuðum að spjalla, þær voru ekki nema 28 og 30 ára. Það einhvern vegin virðist vanta sætar stelpur á aldrinum 15-26 ára á Akureyri núna. Jú reyndar hitti ég eina sæta á dansgólfinu en svo var hún bara heima í barnseignarorlofi á Skagaströnd. Æðislegt! Þegar búið var að kveikja ljósin og segja okkur að búið væri að loka þá fórum við heim. Þegar heim var komið komu gestir svo við héldum áfram.
Sunnudagur 10. mars.
Gudjó vakti okkur með þeim orðum að við ættum að skila íbúðinni eftir hálftíma. FRÁBÆRT! Allir ÓGEÐSLEGA ÞUNNIR!, nema ég. hahahaha. Kláruðum að taka til og pakka á 40 mín. morgunmatur á subway, tekinn smá rúntur út á flugvöll með brettin og svo lagt af stað heim. Sofið alla leið að blönduósi. Þar var talað um að löggan á blöndósi væri sú versta af öllum svo það var ekið rólega en þegar við héldum að við værum sloppnir þá sáum við blá diskóljós og viti menn, Kiddi var stoppaður. Þar fauk prófið í mánuð vegna punktasöfnunar bílstjórans. Vegna þessa og að segja þurfti honum að þetta væri einbreið brú, Það varð næstum því árekstur þar, munaði aðeins 2 metrum og það fóru allir í belti eftir það sama hversu þunnir sem þeir voru. Þá var ákveðið að skipta um bílstjóra í Borgarnesi. Ferðin gekk vel eftir það og komumst við heim um rúmlega 7.
Margt hefur örugglega gleymst í þessari frásögn og kemur það bara í ljós hvað það er þegar myndirnar verða framkallaðar.
Og hvað lærðum við svo af þessari ferð? Það var að þú átt ekki að fara Sjallann hvort sem þú ert Gaui úr árbænum eða Einar Ágúst úr skímó.
En gaman var á Akureyri.................
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home