föstudagur, mars 01, 2002

Ég var að tala við foreldra ómyndina mína og þau munu lenda hér á Fróni á óguðlegum tíma að morgni hvíldardagsins. mér skilst að vélin lendi klukkan 6 um morgunin. Þannig á morgun mun þynnkudagurinn minn fara í að laga til, skúra, skrúbba og bóna. Svo ekki sé á minnst fara með ca. eitt tonn af rusli á sorpu. Ég verð einnig rík ef ég fer með allar áfengisumbúðirnar í endurvinnslu. Kannski ég fari að stunda þetta. Halda partý og hirða umbúðirnar og lifa góðu lífi. En í fyrsta lagi þarf ég að finna aðstöðu sem býður upp á stanslausa gleði og drykkju.
Herra Kristín gerðu okkur þann greiða að fara ekki að æfa þessa aumu íþrótt því annars gætiru farið að vinna mig. he he það þarf að vísu ekki mikið til.
Annars held ég að það sé ágæt stemming fyrir helginni. Er þaggi annars?

Í dag er dagur bjórsins! Svona aðeins að fræða ykkur um þennan merka dag 1.mars.
Bjórinn leyfður eftir 76 ára bann en miðvikudaginn 1. mars 1989 gat landinn valið um 5 tegundir af bjór og hægt var að velja um 12 ölbúllur til að stunda.

Skál fyrir því!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home