föstudagur, mars 01, 2002

Keilan í gær var einstaklega velheppnuð. Það er greinilegt að margir þurfa aðeins að æfa sig í keilunni. Nefni engin nöfn en Herra Kristín var að brillera.
Gaman að eiga svona skemmtilega vini sem ákveða að halda partý heima hjá manni án þess að láta mann vita. En það er allt í lagi svo lengi sem þið lofið að hjálpa mér að laga til. Eins og þið vitið þá koma þau sem kallast foreldrar mínir heim á sunnudags morgun. Þannig eins gott að það verði allt í topp standi þá því annars verð ég bara svona nett drepin. Ég er búin að losa mig við litla bróður minn sendi hann í sveitina með kassa af bjór og nesti (sem Kristín óvart borðaði í gærkvöldi).
Bjórinn í gær var ljúfur en ég hefði kannski átt að drekka aðeins minna af honum því í dag hef ég aðeins talað við mennina sem kenna sig við timbur.

Herra Þórunn kjaftaði aðeins af sér varðandi smá djók á minn hlut en ég held það hafi bara verið fyndara fyrir vikið. Ég skal klæðast þessum bol um helgina he he eða þannig. :)

Jæja nú þarf ég að vinna... nei í alvöru sko.. nei ég segi það satt ég er ekki að fara að surfa netið....já já þú um það ekki trúa mér.... Okay kíki aðeins á e-mailið mitt en svo ætla ég að fara að vinna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home