mánudagur, júlí 08, 2002

Rétt að svara nokkrum fyrirspurnum fyrst.
Grjónagrautur samanstendur af áfengi og svo meira áfengi sem er bara öðruvísi á litinn, glæra áfengið er eldfimt því það er kveikt í því og svo kanil stráð yfir, en hitt áfengið er brúnt að lit.En þeir bjóða líka uppá fleiri staup s.s. eitt sett, k.g.b., brundur í túr og fullnægingu. Reyndar er listinn mun lengri og nenni ég ekki að pikka svo oft á lyklaborð. En þetta eru niðurstöður eftir langar, umfangsmiklar og kostnaðarsamar rannsóknir og til að geta haldið þessum rannsóknum áfram er verið í þessum töluðu orðum að sækju um styrktaraðila.
Börn náttúrunnar, kafli 1.
En það var ekki slegið af þessa helgina frekar en allar hinar því 6 meðlimir skruppu útí heiðmörk saman, reyndar fóru fleiri en bara við útá land en hvert það var veit ég ekki. Langferðafararnir voru: ég, hrebbna,fúsi,kiddi,thórunn og svo séstvallakristín. Alveg ofsalega gaman!!! Grillað og drukkið en í aðalhlutverki fram eftirkvöldi var gúrkan sem tórunn kom með með sér. Tilgangurinn var að við héldum að éta gúrkuna með matnum en í hvert skipti sem átti að skera hana þá var sagt: ekki skera svona mikið af henni!! Þannig að fólk fór nú að sjá hinn leynda tilgang með gúrkunni. En áætlunin breyttist og hún endaði líf sitt þegar einn aðilinn átti að taka eins stórann bita og hann/hún mögulega gæti og eins getnaðarlega og hægt var í flöskustút. Eftir það var hún vita gagnslaus og var hún þá notuð í hafnabolta. R.I.P. En þegar líða tók á nótt þá ákvað ég, eins mikið og ég gat ákveðið í mínu ástandi, að fara í göngutúr. Hann fór útí vitleysu en ég gerðist þar besti vinur blómanna og trjánna og talaði við þau og bauð meira að segja nokkrum með í partý, þannig að ég fór að týna, og týna, og týna og svo að lokum þá týndist ég. En ég fannst og þegar ég kom í base camp þá voru bara allir dottnir út þannig að ég varð að vekja fólkið en enginn vildi blóm, en það var nóg til, þetta var bara stærsti blómvöndur sem ég hef séð. held áfram seinna...........

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home