Skál í botn/Vatnsfall
Ég hef tekið eftir orðrómi sem gengur á göngunum og verð ég að segja að finnst mér það ansi góður rómur. Hann er spennandi og vinsæll og með smá vott af áfengi kemur hann sífellt á óvart.
Með öðrum orðum: Árshátíð Díónýsusar.
Hugsast getur að árið í ár muni einkennast af ferðalögum hinna ýmsu félaga á hina ótrúlegustu staði. Má þar nefna s.s. Miðbæinn, Heiðmörk, Eyjar og jafnvel að einhverjir ofurhugarnir fari til útlanda. En enginn þessara staða jafnast á við einn stað. Stað sem fáir hafa séð, margir að vísu heyrt um en enginn hefur í raun og veru getað ímyndað sér e-ð svo fagurt, svo ótrúlegt og svo rosalega viðburðaríkt. Já þetta er staður sem getið er í ævafornum ritum. Hefur hann verið allt frá landnámi talinn með fegrstu stöðum í heimi, svo fögrum að menn hafa frekar fórnað lífinu en að fara eitthvert annað, og hafa eigendur hans alltaf verið frekar öfundaðir.
Já þið gátuð ykkur rétt til, þessi staður er enginn annar en Hlíðarendi.
Að vísu ekki sami Hlíðarendi og í fyrra og innan bæjar heldur er þetta í hinni margrómuðu fljótshlíð fyrir austan fjall.
Þetta er á stóru sumarbústaðalandi þar sem er stór bústaður með öllu sem þarf. Að vísu er enginn heiti pottur en það er hægt að bjarga því.
Í staðinn verður boðið uppá vatnsskemmtigarð í ánum við hliðiná landinu og ein er fyrir neðan hlíð, um 5 mín labb.
Það er náttúruleg rennibraut með foss og litlum hyl í hlíðinni.
Í ánni fyrir neðan er svo vindsængurrallið og gúmmíbátaflot.
Svo er það líka bara gamla góða vatnsstríðið.
Við munum grilla saman stóra risamáltíð þar sem lagt verður í púkk í sameiginlegan mat, en matvandafólkiðð verður að láta vita um hvað er inní myndinni og hvað er ekki. En við verðum með lærðan kokk á svæðinu og 2 meistara í íslenskum grillmat.
Að loknum mat verður svo skálað fyrir kokkunum og jafnvel oftar. Mælst er með því að hafa bjórinn og bikiníið með,(en þið strákarnir getið sleppt toppnum).
Dagsetning er ekki kunn en reynt verður að hafa það á góðum tíma þegar gott er í veðri.
Þið getið sent mér ykkar álit á þessu á mailið: thrainnfannst@hotmail.com
Kveðja.... Þráinn
(Skemmtilegur strákur þar á ferð) J
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home